Viktor Reynir Oddgeirsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Samningur þessa nítján ára markvarðar var að renna út en hann hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Garðabænum. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2024.
Viktor steig sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta vetur, lék einn hálfleik í Lengjubikarnum og lék svo í sigurleik gegn Víkingi í október. Sá sigur tryggði Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn.
Viktor steig sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta vetur, lék einn hálfleik í Lengjubikarnum og lék svo í sigurleik gegn Víkingi í október. Sá sigur tryggði Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn.
Viktor var varamarkvörður fyrir Harald Björnsson í sumar. Hann á að baki sjö leiki fyrir unglingalandsliðin.
„Við erum gífurlega ánægð með að Viktor haldi áfram hjá okkur og hlökkum mikið til þess að fylgjast með honum vaxa sem leikmaður!" segir í færslu Stjörnunnar.
Athugasemdir