Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 25. nóvember 2024 14:37
Elvar Geir Magnússon
Ed Sheeran hefur beðið Amorim afsökunar
Ed Sheeran mætti á leikinn í gær.
Ed Sheeran mætti á leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hefur beðist afsökunar eftir að hann truflaði viðtal við Rúben Amorim, stjóra Manchester United, eftir 1-1 jafntefli Ipswich og United í gær.

Sheeran er stuðningsmaður og hluthafi í Ipswich en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að labba inn í beina útsendingu Sky Sports á sama tíma og Amorim var að svara spurningum.

„Ég vil biðjast afsökunar ef ég móðgaði Amorim í gær, ég áttaði mig ekki á því að hann væri í viðtali á þessum tíma. Ég ætlaði bara rétt að heilsa Jamie (Redknapp)," skrifaði Sheeran sem sakaður var um að sýna Amorim óvirðingu.

Joey Barton er meðal þeirra sem gagnrýndi Sheeran og Sky Sports eftir uppákomuna.

„Þvílíka grínið sem Sky Sports er orðið. Ímyndið ykkur ef Ed Sheeran hefði truflað Sir Alex?," skrifaði Joey Barton á X.



Athugasemdir
banner
banner