Victor Carvalho, faðir Fabio Carvalho, leikmanns Brentford, lét óánægju sína í ljós eftir að sonurinn kom ekkert við sögu í markalausu jafntefli liðsins gegn Everton um helgina.
Carvalho gekk til liðs við Brentford frá Liverpool fyrir tæplega 20 milljónir punda.
Hann hefur komið við sögu í 14 leikjum á tímabilinu en aðeins verið fimm sinnum í byrjunarliðinu. Brentford setti inn færslu á samfélagsmiðla eftir jafnteflið gegn Everton og Victor skrifaði ummæli við hana.
„Sonur, þú verður að fara frá þessu félagi," skrifaði hann.
Carvalho hefur ekki náð háum hæðum síðan hann gekk til liðs við Liverpool frá Fulham árið 2022. Hann var á láni hjá RB Leipzig en var sendur aftur heim eftir hálft tímabil. Hann var þá sendur til Hull og spilaði 20 leiki í Championship deildinni og skoraði níu mörk.
???? Fábio Carvalho's father commented under Brentford's full-time post on Instagram:
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 25, 2024
"Son, you have to leave this club." ???? pic.twitter.com/h3gQgJm4zl