Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. janúar 2020 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Óvænt hetja tryggði Real Madrid sigur
Nacho fagnar marki sínu í kvöld
Nacho fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveir síðustu leikir dagsins í spænska boltanum voru að klárast en Real Madrid vann Real Valladolid 1-0 á meðan Real Sociedad vann Mallorca nokkuð örugglega, 3-0.

Real Madrid átti í basli með Valladolid í kvöld og náðu Madrídingar aðeins að skora eitt mark. Það mark kom á 78. mínútu og var það spænski varnarmaðurinn Nacho sem gerði það.

Þetta var tíunda mark hans fyrir félagið á þeim níu árum sem hann hefur spilað með aðalliðinu.

Sociedad vann þá Mallorca 3-0. Alexander Isak kom Sociedad yfir áður en Fran Gamez varð fyrir því óláni að skora í eigið net um miðjan síðari hálfleikinn. Portu rak þá síðasta naglann í kistu Mallorca og 3-0 sigur staðreynd.

Real Madrid er á toppnum með 46 stig en Sociedad í 6. sæti með 34 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Real Sociedad 3 - 0 Mallorca
1-0 Aleksander Isak ('46 )
1-1 Fran Gamez ('58 , sjálfsmark)
2-1 Cristian Portu ('81 )

Valladolid 0 - 1 Real Madrid
0-1 Nacho ('78 )
Athugasemdir
banner
banner