Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. janúar 2021 16:20
Elvar Geir Magnússon
Besta æfingin sem Raggi Sig fór á var hjá Luka Kostic
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið en hann hefur leikið 97 landsleiki og skorað fimm mörk.

Hann gekk á dögunum í raðir Rukh Lviv í Úkraínu.

Á Instagram síðu sinni tók Ragnar á móti spurningum frá aðdáendum og var meðal annars spurður út í það hver væri besta ráðlegging sem hann hefur fengið á ferlinum.

„Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma og er besta æfing sem ég fór nokkurn tíma á," svaraði Ragnar.

„Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril."

Luka Kostic var þjálfari hjá yngri landsliðum Íslands en í dag starfar hann við þjálfun ungmenna hjá HK.

Meðal annarra spurninga sem Ragnar fékk var um besta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Þar var Marat Izmailov fyrir valinu en hann og Ragnar léku saman með Krasnodar.

Izmailov er 38 ára miðjumaður sem lék 35 landsleiki fyrir Rússland en lagði skóna á hilluna 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner