Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 26. janúar 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma samþykkir tilboð Bournemouth í Zaniolo
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Bournemouth hafi boðið 30 milljónir evra í Nicolo Zaniolo sem spilar með Roma á Ítalíu.

Zaniolo hefur verið orðaður í burtu frá Róm í glugganum og eru Tottenham, Arsenal og Leicester meðal félaga sem orðað hefur verið við kappann.

Zaniolo er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem er samningsbundinn út næsta tímabil. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi Roma í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Di Marzio segir að Roma sé tilbúið að samþykkja tilboðið en framhaldið sé undir Zaniolo sjálfum komið.

Bournemouth er í 18. sæti ensku úvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá botnsætinu og einu stigi frá öruggu sæti.

Sjá einnig:
Mourinho: Zaniolo hefur farið fram á sölu
Athugasemdir