Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. janúar 2023 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Spænski bikarinn: Real hafði betur gegn Atletico
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Real Madrid 3 - 1 Atletico Madrid
0-1 Alvaro Morata ('19)
1-1 Rodrygo ('78)
2-1 Karim Benzema ('104)
3-1 Vinicius Jr. ('121)
Rautt spjald: Stefan Savic, Atletico ('99)


Real Madrid er komið í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir afar dramatíska rimmu við nágranna sína í Atletico Madrid.

Dramatíkin byrjaði strax á 19. mínútu þegar Alvaro Morata kom Atletico yfir eftir frábæra sókn og fagnaði markinu. Stuðningsmenn Real Madrid, félaginu sem Morata hóf atvinnumannaferilinn með, tóku ekki vel í fagnaðarlætin.

Atletico hélt forystunni út fyrri hálfleikinn og leit vel út en heimamenn í Real mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik. Þeir sóttu í sig veðrið og opnaðist vörnin við það. Bæði lið fengu færi til að skora næsta mark leiksins en það var Rodrygo Goes sem gerði það eftir frábært einstaklingsframtak. Staðan því orðin 1-1 og tókst hvorugu liði að bæta við marki í venjulegum leiktíma og því gripið til framlengingar.

Real hafði haft góða yfirburði í síðari hálfleik og hélt áfram að stjórna ferðinni í framlengingu. Róðurinn fyrir Atletico varð ansi þungur þegar Stefan Savic missti haus og fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir óíþróttamannslega hegðun í kjölfarið af eigin broti og það seinna fyrir tilgangslausa tæklingu úti á kanti.

Tíu leikmenn Atletico réðu ekki við Real og skoraði Karim Benzema á 104. mínútu. Atletico var þó ekki á því að gefast upp og fengu gestirnir þokkalegt færi til að jafna en skot Yannick Carrasco rataði ekki á rammann.

Það var á 121. mínútu sem Vinicius Junior innsiglaði sigur Real Madrid með flottu marki eftir laglegt einstaklingsframtak.

Real getur mætt Barcelona, Osasuna eða Athletic Bilbao í undanúrslitum bikarins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner