Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. febrúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Di Maria hatar Manchester United"
Mynd: Getty Images
Marcin Bulka, markvörður Paris Saint-Germain, lét mikið flakka í viðtali við pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann sagði Eden Hazard elska hamborgara og einnig segir hann að Angel Di Maria hati Manchester United mjög.

Di Maria var hjá Man Utd í eitt tímabil, 2014/15, og stóðst hann ekki væntingar. Hann var keyptur frá Real Madrid fyrir tæpar 60 milljónir punda frá Real Madrid, en var svo seldur fyrir næsta tímabil til Paris Saint Germain fyrir 44 milljónir punda.

Di Maria sóttist eftir því að vera seldur og er honum ekkert sérstaklega annt um Manchester United í dag.

„Di Maria hatar Manchester United. Hann er með engar góðar minningar frá tíma sínum þar," sagði Bulka, sem er liðsfélagi Di Maria í París. „Þegar eitthvað tengt Manchester United er í sjónvarpinu, þá breytir hann alltaf fljótlega um stöð."

Sjá einnig:
Van Gaal: Di Maria höndlaði ekki pressuna sem fylgdi Úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner