Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. mars 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Gaal: Di Maria höndlaði ekki pressuna sem fylgdi Úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria hefur gangrýnt fyrrum stjóra sinn hjá Manchester United, Louis Van Gaal, fyrir að spila honum í vitlausri stöðu á vellinum.

Manchester United borgaði á sínum tíma um sextíu milljónir punda til þess að fá Di Maria frá Real Madrid og það er ekkert launungarmál að dvöl Di Mari hjá Rauðu Djöflunum var frekar misheppnuð.

Van Gaal svaraði á dögunum þessari gagnrýni Di Maria og skaut föstum skotum að argentíska vængmanninum.

„Di Maria segir að ég hafi ekki gert hlutina rétt. Ég prófaði hann í öllum stöðum framarlega á vellinum," sagði Van Gaal við BBC.

„Hann sannfærði mig ekki í neinni af stöðunum sem hann spilaði í. Hann gat ekki höndlað þessa stöðugu pressu sem felst í því að spila í ensku Úrvalsdeildinni. Það var vandamálið hans."

Van Gaal hefur einnig mátt þola gangrýni fyrir það að hafa fengið Bastian Schweinsteiger frá Bayern Munchen og Radamel Falcao, sem hafði verið að glíma við erfið meiðsli, til United.

„Ég tók Schweinsteiger inn vegna þess að við þurftum leiðtoga á vellinum. Hann gat ekki verið sá leiðtogi, hann var meiddur, hann hafði afsökun."

„Mig vantaði heimsklassa framherja. Falcao var ekki okkar fyrsti valkostur heldur sá fjórði eða fimmti, við vissum að hann var meiddur og þess vegna sagði ég að við ættum að taka hann á lánssamningi"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner