Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 26. febrúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Arteta gæti leyft Bellerín að fara í sumar
Hector Bellerín, bakvörður Arsenal, gæti farið frá félaginu í sumar að sögn ESPN.

Hinn 25 ára gamli Bellerín á tvö ár eftir af samningi sínum í sumar og hann gæti verið á förum eftir tíu ár hjá Arsenal.

PSG og Barcelona hafa bæði sýnt Bellerín áhuga.

Bellerín vildi fara frá Arsenal síðastliðið vor en Mikel Arteta, stjóri liðsins, bað hann um að taka eitt tímabil í viðbót með liðinu.

Samtal þeirra var hins vegar á þá vegu að Arteta gæti verið tilbúinn að leyfa Bellerín að róa á önnur mið í sumar.
Athugasemdir
banner