banner
   fös 26. febrúar 2021 09:08
Magnús Már Einarsson
Gylfi horfði á Alisson í sjónvarpinu kvöldið fyrir vítaspyrnuna
Gylfi á vítapunktinum á Anfield.
Gylfi á vítapunktinum á Anfield.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, skoraði úr vítaspyrnu í 2-0 útisigri gegn Liverpool um síðustu helgi. Gylfi var svellkaldur á vítapunktinum þegar hann skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool.

Tómas Þór Þórðarson, hjá Símanum, tók Gylfa í viðtal í vikunni og spurði hvort að hann hefði ákveðið fyrir leik í hvaða horn hann myndi skjóta.

„Nei, nei. Það fer eftir því hvernig víti ég hugsa mér að taka hvort ég skoði keeperinn eða ekki," sagði Gylfi.

„Ég var að klára seríuna á Amazon kvöldið áður þar sem þeir fylgja Brasilíu í Copa America. Ég sá töluvert af honum á æfingum og auðvitað í undankeppninni. Í undanúrslitum fóru þeir í vítaspyrnukeppni og ég sá svolítið af vítum frá honum. Maður bíður og sér hvert keeperinn fer."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner