Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. febrúar 2021 08:00
Aksentije Milisic
Segja að Chelsea hafi reynt að fá Sarri til baka
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Chelsea hafi reynt að fá Maurizio Sarri aftur til félagsins í síðasta mánuði þegar Frank Lampard var rekinn.

Sarri samþykkti það en að lokum var það eigandi liðsins, Roman Abramovich, sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.

Hinn ítalski blaðamaður Ciro Venerato, er einn af þeim sem segir að Sarri hafi verið mjög nálægt því að taka aftur við Chelsea en nú stefnir margt í það að hann taki við Napoli næsta sumar af Gennaro Gattuso.

„Chelsea reyndi að fá Sarri þegar Lampard var rekinn. Marina Granovskaia reyndi sérstaklega mikið að fá hann," sagði Venerato. Marina er formaður Chelsea.

Sarri stjórnaði Chelsea í 63 leikjum. Af þeim sigraði hann 40, gerði 11 jafntefli og tapaði 12. Sem gerir 2,08 stig að meðaltali í leik.

Athugasemdir
banner
banner