Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. febrúar 2024 15:20
Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik að fá danskan miðvörð
Blikar eru að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil.
Blikar eru að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er að ganga til liðs við Breiðablik samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Obbekjær æfði með Breiðabliki í dag og er á leið í læknisskoðun hjá félaginu áður en samið verður við hann.

Hann er 21 árs gamall, réttfættur og 1.94 á hæð. Hann hefur verið síðustu tvö ár hjá 07 Vestur í færeysku deildinni en á að baki 2 leiki í dönsku úrvalsdeildinni með OB árið 2019.

Breiðablik hefur frá því síðasta tímabili lauk fengið til liðs við sig Arnór Gauta Jónsson frá Fylki, Aron Bjarnason frá Sirius og Kristinn Jónsson frá KR auk manna sem voru lánaðir frá félaginu og snúa til baka.

Sjö leikmenn eru farnir, Anton Logi Lúðvíksson til Haugesund, Ágúst Eðvald Hlynsson til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson til Genoa, Davíð Ingvarsson til Danmerkur, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen til NSÍ (var á láni) og Oliver Stefánsson til ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner