Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er líklega skrítnasti leikur sem ég hef spilað"
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason átti erfitt uppdráttar þegar Midtjylland vann 3-2 dramatískan sigur gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Varnarmaðurinn fékk á sig vítaspyrnu á sjöundu mínútu er hann tók samherja sinn í landsliðinu, Mikael Neville Anderson, niður í teignum. Fékk hann fyrir það gult spjald. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum braut Sverrir aftur af sér í teignum og fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt.

AGF jafnaði þá leikinn í 2-2 en níu leikmenn Midtjylland skoruðu sigurmarkið. Midtjylland hafði misst mann af velli áður en Sverrir var rekinn út af.

„Ég hélt að hann væri að grínast," sagði Sverrir eftir leikinn um það þegar hann frétti það frá liðsstjóra Midtjylland að liðið hefði skorað sigurmarkið.

„Þetta er líklega skrítnasti leikur sem ég hef spilað."

„Þetta var hræðilegur leikur fyrir mig persónulega. Ég tek ábyrgð á því að hafa brugðist liðinu og ég þakka þeim fyrir að hafa náð í öll þrjú stigin. Þeir sýndu karakter og baráttuanda," sagði íslenski miðvörðurinn.
Athugasemdir
banner
banner