Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. mars 2021 15:30
Fótbolti.net
Skilur vel að Mikael hafi verið óánægður með bekkjarsetuna
Icelandair
Mikael Anderson byrjaði á bekknum.
Mikael Anderson byrjaði á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson byrjaði á bekknum hjá U21 landsliðinu í gær. Fréttir bárust af því að hann væri að glíma við nárameiðsli en hann vísaði því til föðurhúsanna með að skrifa „Fake News" á Twitter.

Mikael er augljóslega ósáttur með að hafa verið á bekknum í þessum fyrsta leik íslenska U21 liðsins á EM.

„Ég skil hann vel," segir Haraldur Árni Hróðmarsson í Innkastinu sem tekið var upp í gær.

„Hann er að spila á miðjunni hjá Midtjylland sem er mögulega besta félagslið í Skandinavíu. Hann spilaði á kantinum lengi vel en hefur spilað og byrjað inná sem miðjumaður í þessu liði. Þeir eru með nígerískan og sænskan landsliðsmann á miðsvæðinu, þetta er ekki eðlilega sterkt lið. Með fullri virðingu eru leikmenn úr Öster og Silkeborg að byrja inná í miðjunni í þessum U21 leik en ekki hann, ég skil það vel að honum finnist það furðulegt."

„Að því sögðu ætti hann að kaupa sér einhverja ráðgjöf með samfélagsmiðla. Þú þarft ekki að segja allt sem þú ert að hugsa. En þetta er gaman fyrir okkur sem fylgjumst með úr fjarlægð. Minn punktur er að frá hans sjónarhóli er hann kannski stærri stjarna en einhverjir aðrir þarna, en menn verða að haga sér," segir Haraldur.

Það hefur gustað aðeins í kringum Mikael en hann sagði Twitter fyrir mótið að það væri alltaf heiður að spila fyrir Ísland.

„Kannski er verið að refsa honum fyrir að gefa ekki kost á sér í U21 landsliðið í nóvember á meðan þeir sem byrjuðu voru á svæðinu. Kannski horfir Davíð þannig á hlutina að erfitt sé að taka hina út," segir Magnús Már Einarsson í Innkastinu.
Ungstirnin - EM U21 upphitunarþátturinn
Athugasemdir
banner
banner