Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. mars 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emi Martínez og félagar endurtóku fagnið umdeilda
Mynd: Getty Images

Argentína spilaði vináttuleik við Panama á dögunum og fengu heimsmeistararnir magnaðar móttökur í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa unnið HM í Katar.


Það var frábær stemning á vellinum er Argentína vann 2-0 sigur og Lionel Messi skoraði mark númer 800 á ferlinum - og jafnframt mark númer 99 fyrir argentínska landsliðið. Messi varð þar með annar í sögunni, eftir Cristiano Ronaldo, til að skora 800 mörk á ferlinum.

Emiliano Martínez hélt markinu hreinu eftir að hafa verið valinn besti markvörður heims fyrir frammistöðu sína á HM, þar sem hann reyndist einstaklega vel í vítaspyrnukeppnum. Martínez fékk Gullhanskann eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum og fagnaði með dónalegum hætti. Fagn Martinez var gagnrýnt harkalega víða um heim en hann og liðsfélagarnir virðast ekki sjá eftir neinu, þar sem þeir endurtóku fagnið eftir sigurinn gegn Panama.

Martínez lét þá taka myndir af sér ásamt liðsfélögum sínum German Pezzella, Guido Rodriguez, Geronimo Rulli og Marcos Acuna á meðan þeir endurtóku látbragð Martínez frá því í Katar. Í þetta skiptið héldu þeir á gerviútgáfum af heimsmeistarabikarnum í stað Gullhanskans.


Athugasemdir
banner
banner