Marko Kerkez, bróðir Milos sem er á mála hjá Bournemouth, hefur ýtt undir þann orðróm að sá síðarnefndi sé á leið til Liverpool í sumar.
Liverpool er sagt vera að leiða baráttuna um Milos sem hefur spilað frábærlega með Bournemouth á leiktíðinni.
Vinstri bakvörðurinn hefur komið að sjö mörkum á tímabilinu og er sagður fullkominn arftaki Andy Robertson.
Teamtalk sagði frá því fyrr í dag að Liverpool væri búið að plana fund með Bournemouth varðandi Kerkez í þessari viku til að ræða um möguleg kaup á honum og nú hefur bróðir hans ýtt undir sögusagnirnar.
Marko 'líkaði' við færslu um að Milos væri á leið til Liverpool og að bakvörðurinn væri þegar búinn að tilkynna liðsfélögum sínum um yfirvofandi vistaskipti sín.
Talið er að Milos, sem á 23 landsleiki að bakii með ungverska landsliðinu, sé falur fyrir 40 milljónir punda í sumar.
It's the clearest indication yet. https://t.co/IPNBk0XhWV
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 26, 2025
Athugasemdir