Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emma Starr til Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Keflavík tilkynnti í dag að Emma Starr væri genginn í raðir félagsins og mun hún spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Emma er miðjumaður sem hefur m.a. leiki á Írlandi, Englandi, í Danmörku, Austurríki og síðast í Ástralíu.

Emma er fædd árið 1994 og er frá Bandaríkjunum.

Keflavík féll úr Bestu deildinni síðasta haust. Guðrú Jóna Kristjánsdóttir er þjálfari liðsins og henni til aðstoðar er Ragnar Steinarsson.

Komnar
Hanna Kallmaier frá FH
Mia Ramirez frá ÍR
Emma Starr frá Ástralíu
Amelía Rún Fjeldsted frá Fylki
Olivia Simmons frá Bandaríkjunum

Farnar
Vera Varis í Stjörnuna
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir í Hauka
Esther Júlía Gustavsdóttir í Val (var á láni hjá ÍR)
Simona Meijer til Ísraels
Saorla Lorraine Miller til Kanada

Samningslausar
Melanie Claire Rendeiro (1999)
Regina Solhaug Fiabema (1999)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck (1992)
Gunnhildur Hjörleifsdóttir (2004)
Kristrún Blöndal (2005)
Athugasemdir
banner
banner
banner