Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 26. apríl 2021 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Correa og Immobile afgreiddu Milan
Joaquin Correa skoraði fyrstu tvö mörk Lazio og hér fagnar hann öðru þeirra
Joaquin Correa skoraði fyrstu tvö mörk Lazio og hér fagnar hann öðru þeirra
Mynd: EPA
Lazio 3 - 0 Milan
1-0 Joaquin Correa ('2 )
2-0 Joaquin Correa ('51 )
3-0 Ciro Immobile ('87 )

Evrópubarátta Lazio er enn á lífi eftir 3-0 sigur liðsins á Milan í Seríu A í kvöld. Joaquin Correa skoraði tvö mörk fyrir heimamenn.

Correa kom Lazio yfir eftir aðeins tvær mínútur. Ciro Immobile átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Milan. Correa fékk boltann, fór framhjá Gianluigi Donnarumma og kom boltanum í netið.

Argentínumaðurinn gerði annað mark sitt á 51. mínútu. Luis Alberto átti langa sendingu fram völlinn á Correa sem fór framhjá varnarmanni og skoraði. Leikmenn Milan vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins en fengu ekki.

Immobile gerði svo þriðja og síðasta mark leiksins á 87. mínútu með föstu skoti í vinstra hornið. Glæsilegt mark hjá ítalska framherjanum sem virðist búinn að finna markaskóna á ný eftir mikla markaþurrð síðustu mánuði.

Lazio er í 6. sæti með 61 stig, fimm stigum á eftir Milan sem er í öðru sæti. Lazio á þá leik til góða og á því góða möguleika í Evrópubaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner