Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 26. apríl 2021 23:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Valgeir: Þetta breytir ekkert alltof miklu fyrir mig
Í leik með HK í fyrra.
Í leik með HK í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm í 15 deildarleikjum með HK í fyrra
Valgeir skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm í 15 deildarleikjum með HK í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir á U21 landsliðsæfingu síðasta haust
Valgeir á U21 landsliðsæfingu síðasta haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson leikur með HK í sumar. Hann er þessa stundina í sóttkví en losnar úr henni ef hann væri neikvæða niðurstöðu úr covid-testi á föstudag.

Valgeir var hjá Brentford á láni í vetur en kom til Íslands í gær. Fréttaritari spurði Valgeir út í komandi tímabil með HK.

Valgeir um heimkomuna:
Gekk ekki upp peningalega fyrir Brentford - „Það kom mér á óvart"

Er eitthvað búið að tala við þig um að þú verðir með í hóp gegn KA á laugardag?

„Það hefur ekki verið rætt við mig um það. Ég er búinn að tala við Brynjar og Viktor Bjarka en við vorum ekkert alltof mikið að ræða um leikinn á laugardag. Ég fer í seinna testið á föstudaginn og reyni að ná æfingunni seinna þann dag. Ég fæ sennilega að vita þá hvort ég spili eða ekki.“

Hvernig er fyrir þig að stilla hausinn fyrir íslensku deildina?

„Ég er til í þennan slag með HK aftur. Ég er tilbúinn í verkefnið og mun gefa mig allan í það, geri mitt allra besta. Þetta breytir ekkert alltof miklu fyrir mig. Ég veit að ef ég stend mig vel þá munu nýjar dyr opnast fyrir mig, vonandi á næstu mánuðum. Ég fer inn í tímabilið af krafti og þetta er ekkert niðurskref.“

Ertu með það sem markmið að fara út aftur í haust?

„Eftir að hafa verið úti hjá Brentford og hafa þar fengið að sjá hvernig þetta er allt saman þá er markmiðið að koma mér sem fyrst aftur út. Einbeitingin er samt fyrst og fremst á HK og að standa mig vel í deildinni til að fá tækifærið til að fara aftur út. Síðan kemur þetta ef þetta kemur. Núna veit ég hvernig er að búa úti og er tilbúinn í hvernig þetta er þegar næsta tækifæri gefst. Það var gott að fá þessa reynslu.“

Ertu klár að fara aftur á kantinn með HK?

„Já 100%, ég bíð spenntur eftir því. Ég hef verið í bakverði og wingback með Brentford, það verður kannski skrítið fyrst að koma á kantinn þar sem HK hefur einnig breytt aðeins um leikstíl. Ég get ekki beðið eftir því að fara aftur á kantinn og hjálpa mínu liði.“

Ykkur var spáð 9. sæti, hvernig hljómar það í þín eyru?

„Það er sama sæti og við höfum endað í síðustu tvö ár svo það kemur ekki endilega á óvart. Ég veit að liðið getur vel endað ofar en í 9. sæti.“

Er eitthvað innan vallar sem þú veist að þú hefur bætt þig í hjá Brentford?

„Ég myndi segja að það sé helst þessi styrkur sem ég hef unnið í að bæta en heilt yfir þá hef ég bætt mig í öllum smáatriðum í mínum leik. Ég ræddi við þjálfarana úti og þeir sögðu að ég hefði bætt mig í öllum þáttum leiksins og þeir voru mjög ánægðir með þróunina á mér sem leikmanni."

„Menn munu sjá á vellinum að ég hef bætt mig. Ég horfi klárlega ekki á þetta sem ranga ákvörðun að hafa farið út þó ég verði ekki hjá Brentford á næsta tímabili,“
sagði Valgeir.

Valgeir um heimkomuna:
Gekk ekki upp peningalega fyrir Brentford - „Það kom mér á óvart"
Athugasemdir
banner
banner