
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Breiðablik að vinna að því að fá markmanninn Telmu Ívarsdóttur á láni frá Rangers.
Telma yfirgaf Breiðablik í vetur og samdi við skoska félagið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra.
Telma yfirgaf Breiðablik í vetur og samdi við skoska félagið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra.
Samkvæmt sömu heimildum hefur Kate Devine, bandaríski markmaður Breiðabliks, glímt við meiðsli og er tæp.
Næsti leikur Breiðabliks er gegn Fram á þriðjudag en Íslandsmeistararnir eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni.
Telma er hluti af íslenska landsliðinu, á að baki tólf leiki fyrir A-landsliðið.
Hún er 26 ára, hefur spilað einn leik fyrir Rangers eftir komu sína og hélt hreinu í þeim leik.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 2 | +4 | 6 |
2. Breiðablik | 2 | 1 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 4 |
3. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 3 | +2 | 4 |
4. FH | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
5. Valur | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
6. Víkingur R. | 2 | 1 | 0 | 1 | 7 - 6 | +1 | 3 |
7. Tindastóll | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
8. FHL | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 - 3 | -3 | 0 |
9. Fram | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 5 | -4 | 0 |
10. Stjarnan | 2 | 0 | 0 | 2 | 3 - 12 | -9 | 0 |
Athugasemdir