Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   lau 26. maí 2018 18:47
Gunnar Logi Gylfason
Lárus Orri: Við erum ekki grófir
Lárus Orri
Lárus Orri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, sagðist vera ánægður með stigin þrjú en ekki ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik þar sem liðið fékk á sig tvö mörk þrátt fyrir að vera einum manni fleiri.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  2 Fram

„Þeir lenda einum manni færri og missa svo mann meiddan útaf og peppast upp og við svörum því ekki, við förum að spila allt öðruvísi en lagt er upp með, höldum boltanum ekki og lendum í vandræðum."

Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara í sumar og segir Lárus Orri þá leggja upp með að vinna alla heimaleiki og stela eins mörgum stigum og þeir geta á útivöllum.

Lárus Orri er ekki sammála kollega sínum hjá Fram um að sýnir menn séu grófir.

„Ef einhver heldur að við séum grófir, hringið í mig og ég skal senda þeim myndband af þessum leik. Við erum ekki grófir. Við vorum ekki grófir í dag."

Móðir Lárusar Orra á afmæli í dag og tileinkar hann þessi þrjú stig henni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir