Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 26. maí 2020 21:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fjölnir.is 
Helena Ólafs hætt með Fjölni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni. Hún tók við liðinu í nóvember og staldraði því stutt við í Grafarvoginum.

Inn á heimasíðu Fjölnis segir: „Vegna annarra verkefna, þar á meðal sem stjórnandi Pepsi marka kvenna á Stöð2Sport, sér Helena ekki fram á að geta sinnt þjálfarastarfinu af fullum krafti í sumar."

Þar segir ennfremur að Helena hafi tilkynnt liðinu um ákvörðun sína og er hún tekin með hagsmuni liðsins að leiðarljósi.

Stjórn Fjölnis hefur falið aðstoðarþjálfaranum Axel Erni Sæmundssyni að stýra liðinu tímabundið.

Fjölnir leikur í 1. deildinni á komandi leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner