Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 15:44
Elvar Geir Magnússon
„KV er alltaf á leiðinni upp"
Mynd: Þórhallur Haukur
„KV er alltaf á leiðinni upp. Það er skýrt markmið og helst að vinna alla leikina. Þeir hafa alla burði til þess. Þeir vilja vera í 2. deild og helst ofarlega þar, þannig þetta er eðlilegt markmið," segir Atli Jónasson um KV sem Ástríðan spáir efsta sæti 3. deildar.

Sigurvin Ólafsson er þjálfari KV og er að fara inn í þriðja tímabilið sitt sem þjálfari liðsins.

Atli telur lykilmenn KV vera Einar Má Þórisson og Ingólf Sigurðsson.

„Ég veit ég er hlutdrægur og allt það en að mínu mati er þetta bara besti leikmaðurinn í deildinni, sérstaklega þegar hann er á deginum sínum."

„Svo er annar sem er líka einn af betri leikmönnum deildarinnar og það er Ingólfur Sigurðsson. Hann er all in og æfir eins og skepna. Hann hefur mikinn metnað fyrir þessu. Þetta eru algjörir lykilmenn."

Atli setur þó spurningamerki við öftustu línu og bendir á að þeir hafi róterað markmannsstöðunni í vetur. Ekki sé ljóst hver verði aðalmarkmaður liðsins í sumar.

Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fjallar um neðri deildirnar en í þætti dagsins var spáð í spilin fyrir 3. deildina. Hæg er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Ástríðan - Sérfræðingar spá í 3. deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner