Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar spenntur að mæta gömlu félögunum - „Alltaf rómantík í bikarnum"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

32 liða úrslitum Mjólkubikarsins lýkur í dag með fjórum leikjum. Klukkan 19:15 mætast Haukar og Víkingur á Ásvöllum í Hafnarfirði.


Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga lék með Haukum sumarið 2010 en hann er spenntur að mæta sínum gömlu félögum.

„Ég á vini þar eftir minn góða tíma þar. Þetta er bikarleikur, það er alltaf rómantík í bikarnum. Þetta verður örugglega stærsti leikur sem nokkrir leikmenn þeirra munu spila. Þeir munu selja sig dýrt," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Haukar eru með sjö stig eftir þrjár umferðir í 2. deild á meðan Íslandsmeistarar Víkings eru aðeins með 13 stig eftir átta umferðir í Bestu deildinni.

Mjólkurbikar karla
14:00 Fram-Leiknir R. (Framvöllur)
16:00 KA-Reynir S. (KA-völlur)
19:15 Haukar-Víkingur R. (Ásvellir)
19:45 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
Arnar Gunnlaugs: Menn eru ekkert alveg að drepast úr sjálfstrausti þessa dagana
Athugasemdir
banner
banner
banner