Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. maí 2022 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að leka nýrri landsliðstreyju Íslands?
Icelandair
Guðný Árnadóttir í landsleik í búningnum sem leikið hefur verið í undanfarin tvö ár.
Guðný Árnadóttir í landsleik í búningnum sem leikið hefur verið í undanfarin tvö ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Puma ætlaði sér að opinbera tvo nýja landsliðsbúninga Íslands á næstunni.

Enn er ekki búið að gera það, en svo virðist sem búið sé að leka öðrum búningnum. Það má allavega finna myndir af landsliðstreyju Íslands - treyju sem hefur ekki sést áður - á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar má sjá treyju með merki Íslands á, ásamt treyjum annarra þjóða sem Puma framleiðir fyrir.

Það á eftir að koma í ljós hvort þetta sé í raun og veru nýr landsliðsbúningur Íslands.

Það á að kynna tvo búninga líkt og fyrr segir; annars vegar er nýr búningur sem íslensku landsliðin spila í næstu tvö árin, og hinsvegar sérstakur EM búningur sem kvennalandsliðið spilar í á EM í Englandi í sumar.

Hér að neðan má sjá treyjunum sem búið er að vera að deila á netinu, þar á meðal þeirri íslensku sem er niðri í hægra horninu.

Sjá einnig:
Tveir nýir landsliðsbúningar Íslands - Sérstakur EM búningur


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner