Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 26. maí 2022 15:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 10. sæti: Wolves
Úlfarnir enduðu í 10. sæti.
Úlfarnir enduðu í 10. sæti.
Mynd: Getty Images
Bruno Lage var að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Bruno Lage var að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
José Sá var bestur hjá Úlfunum.
José Sá var bestur hjá Úlfunum.
Mynd: EPA
Raúl Jiménez snéri aftur eftir erfið meiðsli og skoraði flest mörkin, sex talsins.
Raúl Jiménez snéri aftur eftir erfið meiðsli og skoraði flest mörkin, sex talsins.
Mynd: Heimasíða Wolves
Conor Coady er flottur fyrirliði, hann kom við sögu í öllum deildarleikjum Wolves á tímabilinu.
Conor Coady er flottur fyrirliði, hann kom við sögu í öllum deildarleikjum Wolves á tímabilinu.
Mynd: EPA
Hwang Hee-Chan skoraði fimm mörk.
Hwang Hee-Chan skoraði fimm mörk.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves er öflugur miðjumaður, gæti orðið eftirsóttur í sumar.
Ruben Neves er öflugur miðjumaður, gæti orðið eftirsóttur í sumar.
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Nú er komið að því að skoða gengi Wolves sem mætti inni í nýtt tímabil með nýjan mann við stjórnvölin, Portúgalann Bruno Lage.

Það var þungur róðurinn í upphafi tímabils hjá Úlfunum undir stjórn Bruno Lage. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjunum án þess að skora mark, þeim virtist fyrirmunað að skora. Í 4. umferð komu loksins mörkin sem beðið hafði verið eftir í 0-2 sigri á Watford. Liðið tapaði næst gegn Brentford áður en Wolves vélin fór af stað. Þeir fóru taplausir í gegnum næstu fimm leiki og náðu sér í 13 stig. Það voru Crystal Palace menn sem stöðvuðu ferska Úlfa með 2-0 sigri 6. nóvember.

Heldur hægðist á Úlfunum eftir þetta sem héldu þó áfram að krækja í stig hér og þar. Eftir tapið við Palace náðu þeir í sjö stig úr níu leikjum fram að áramótum. Þeir byrjuðu hins vegar nýtt ár af miklum krafti og sóttu níu stig af níu mögulegum í janúar. Áfram héldu þeir að ná góðum úrslitum inn á milli fram á vorið, þegar kom að lokasprettinum breytist gengi Úlfanna til hins verra.

Frá fyrsta leik í byrjun apríl og til síðasta leiks í deildinni um síðustu helgi léku þeir átta leiki. Aðeins kom einn sigur úr þessum leikjum og það var þann 2. apríl gegn Aston Villa, liðið gerði tvö jafntefli og tapaði fimm. Mjög slæmur endir á annars ágætu tímabili Wolves sem endaði tímabilið í 10. sæti með 51 stig.

Besti leikmaður Wolves á tímabilinu:
Markvörðurinn José Sá kom til Wolves fyrir tímabilið og stóð vaktina frábærlega á milli stanganna. Vann án nokkurs vafa einhver stig inn með vörslum sínum á tímabilinu. Frábær markvörður sem er leikmaður tímabilsins hjá Wolves. Hann hélt markinu hreinu 11 sinnum á tímabilinu og varði samtals 121 skot sem setur hann í 4. sæti á tímabilinu yfir flestar markvörslur.

Þessir skoruðu mörkin:
Raúl Jiménez: 6 mörk.
Hwang Hee-Chan: 5 mörk.
Conor Coady: 4 mörk.
Rúben Neves: 4 mörk.
Daniel Podence: 2 mörk.
Jonny: 2 mörk.
Leander Dendoncker: 2 mörk.
Trincão: 2 mörk.
Romain Saïss: 2 mörk.
João Moutinho: 2 mörk.
Rayan Aït-Nouri: 1 mark.
Maximilian Kilman: 1 mark.
Pedro Neto: 1 mark.
Adama Traore: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Raúl Jiménez: 4 stoðsendingar.
Daniel Podence: 3 stoðsendingar.
Chiquinho: 3 stoðsendingar.
Rayan Aït-Nouri: 2 stoðsendingar.
Rúben Neves: 2 stoðsendingar.
Leander Dendoncker: 2 stoðsendingar.
Nélson Semedo: 1 stoðsending.
Hwang Hee-Chan: 1 stoðsending.
Pedro Neto: 1 stoðsending.
Trincão: 1 stoðsending.
José Sá: 1 stoðsending.
João Moutinho: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Conor Coady: 38 leikir.
José Sá: 37 leikir.
João Moutinho: 35 leikir.
Raúl Jiménez: 34 leikir.
Rúben Neves: 33 leikir.
Romain Saïss: 31 leikur.
Leander Dendoncker: 30 leikir.
Hwang Hee-Chan: 30 leikir.
Maximilian Kilman: 30 leikir.
Trincão: 28 leikir.
Daniel Podence: 26 leikir.
Nélson Semedo: 25 leikir.
Rayan Aït-Nouri: 23 leikir.
Fábio Silva: 22 leikir.
Adama Traoré: 20 leikir.
Marcal: 18 leikir.
Jonny: 13 leikir.
Pedro Neto: 13 leikir.
Willy Bolly: 10 leikir.
Ki-Jana Hoever: 8 leikir.
Chiquinho: 8 leikir.
Luke Cundle: 4 leikir.
Toti: 4 leikir.
Morgan Gibbs-White: 2 leikir.
John Ruddy: 2 leikir.
Chem Campbell: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Hún stóð mjög vel, Úlfarnir voru með fimmtu bestu vörnina í ensku úrvalsdeildinni í vetur og fengu á sig 43 mörk. Aðeins topp fjögur liðin fengu á sig færri mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Ekkert mjög algengt að það sé markvörður sem skorar hæst en það á við hjá Wolves, José Sá fékk flest stigin, 146 talsins.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Wolves fyrir tímabilið?
Úlfarnir gerðu ögn betur en fréttaritarar Fótbolta.net reiknuðu með sem settu þá í 12. sæti. Niðurstaðan 10. sæti.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner