Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   fim 26. maí 2022 22:32
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur: Við sýndum okkar bestu hliðar
Höskuldur í leik með Blikum í sumar.
Höskuldur í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel. Við sýndum okkar okkar bestu hliðar eiginlega allar 90 mínúturnar. Ég er fyrst og fremst bara mjög stolltur og gaman að sjá þá menn sem hafa verið að spila minna og verið að fá breik," voru fyrstu viðbrögð Höskuldar Gunnlaugssona, fyrirliða Breiðabliks, eftir stórsigur gegn Val í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

Leikurinn var í ágætu jafnvægi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Breiðablik stýrði leiknum en svo settu Blikar upp flugeldasýningu í síðari hálfleiknum.

„Í rauninni breyttist voða lítið. Við vorum með stjórn frá fyrstu mínútu fannst mér og við náttúrulega sköpuðum þessi tvö færi sem þeir fengu í raunni þannig það var ekkert panik, við vorum bara sammála um það að það væri búið að vera góður taktur í þessu og kannski vera aðeins minna gjafmildir í seinni hálfleik en halda sama control á leikinn og þá bara fór eins og fór."

Breiðablik er komið áfram í Mjólkurbikarnum og eru á toppi Bestu deildarinnar. Hlutirnir líta vel út í Kópavoginum. 

„Já, það er bara halda áfram þessum takti, engin spurning," sagði Höskuldur.
Athugasemdir
banner
banner