Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   fim 26. maí 2022 22:32
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur: Við sýndum okkar bestu hliðar
Höskuldur í leik með Blikum í sumar.
Höskuldur í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel. Við sýndum okkar okkar bestu hliðar eiginlega allar 90 mínúturnar. Ég er fyrst og fremst bara mjög stolltur og gaman að sjá þá menn sem hafa verið að spila minna og verið að fá breik," voru fyrstu viðbrögð Höskuldar Gunnlaugssona, fyrirliða Breiðabliks, eftir stórsigur gegn Val í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

Leikurinn var í ágætu jafnvægi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Breiðablik stýrði leiknum en svo settu Blikar upp flugeldasýningu í síðari hálfleiknum.

„Í rauninni breyttist voða lítið. Við vorum með stjórn frá fyrstu mínútu fannst mér og við náttúrulega sköpuðum þessi tvö færi sem þeir fengu í raunni þannig það var ekkert panik, við vorum bara sammála um það að það væri búið að vera góður taktur í þessu og kannski vera aðeins minna gjafmildir í seinni hálfleik en halda sama control á leikinn og þá bara fór eins og fór."

Breiðablik er komið áfram í Mjólkurbikarnum og eru á toppi Bestu deildarinnar. Hlutirnir líta vel út í Kópavoginum. 

„Já, það er bara halda áfram þessum takti, engin spurning," sagði Höskuldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner