„Mér líður hrikalega vel. Við sýndum okkar okkar bestu hliðar eiginlega allar 90 mínúturnar. Ég er fyrst og fremst bara mjög stolltur og gaman að sjá þá menn sem hafa verið að spila minna og verið að fá breik," voru fyrstu viðbrögð Höskuldar Gunnlaugssona, fyrirliða Breiðabliks, eftir stórsigur gegn Val í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 2 Valur
Leikurinn var í ágætu jafnvægi í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Breiðablik stýrði leiknum en svo settu Blikar upp flugeldasýningu í síðari hálfleiknum.
„Í rauninni breyttist voða lítið. Við vorum með stjórn frá fyrstu mínútu fannst mér og við náttúrulega sköpuðum þessi tvö færi sem þeir fengu í raunni þannig það var ekkert panik, við vorum bara sammála um það að það væri búið að vera góður taktur í þessu og kannski vera aðeins minna gjafmildir í seinni hálfleik en halda sama control á leikinn og þá bara fór eins og fór."
Breiðablik er komið áfram í Mjólkurbikarnum og eru á toppi Bestu deildarinnar. Hlutirnir líta vel út í Kópavoginum.
„Já, það er bara halda áfram þessum takti, engin spurning," sagði Höskuldur.
Athugasemdir