Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 26. maí 2023 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að opinbera hvernig nýr heimabúningur Arsenal lítur út
Mynd: Arsenal
Arsenal, liðið sem endar í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, hefur opinberað nýjan heimabúning sinn sem verður notaður á næstu leiktíð.

Arsenal mun áfram leik í búningum frá þýska íþróttavöruframleiðandanum Adidas.

Nýi búningurinn er kominn í sölu og hægt er að kaupa hann hérna.

Hér fyrir neðan má sjá tíst með myndum af leikmönnum Arsenal í nýja búningnum. Enn á eftir að gefa út hvernig varabúningurinn og þriðji búningurinn muni líta út.

Karlalið Arsenal fer titlalaust í gegnum þetta tímabil en endar samt sem áður í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það verður að teljast ágætur árangur. Kvennalið félagsins mun enda í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg.Athugasemdir
banner
banner
banner