Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri fór á bráðamóttökuna beint eftir leik
Lengjudeildin
watermark Lagður á börurnar.
Lagður á börurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis, meiddist illa í leik liðsins gegn ÍA í kvöld. Hann kom inn á í hálfleik en tæpum stundarfjórðungi síðar meiddist hann og voru börurnar kallaðar inn á Domusnovavöllinn.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

Strax að leik loknum sást Sindri haltra út úr Leiknisheimilinu og sagði Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis eftirfarandi um Sindra í viðtali eftir leik:

„Hann fékk slink á hnéð og er farinn núna upp á bráðamóttöku. Hann var sárkvalinn og ég vona að hann jafni sig sem fyrst. Hann átti að fara núna í árshátíðarferð yfir helgina til Króatíu með fyrirtækinu sínu. Ég vona innilega að hann nái því. Við hugsum hlýtt til hans."

Sindri er 28 ára gamall miðjumaður sem uppalinn er í Leikni, fór fyrir tímabilið 2016 og hefur einnig leikið með ÍBV og Grindavík. Hann sneri aftur í Leikni fyrir síðasta tímabil.

Viðtalið sem tekið var við Vigfús verður birt í heild sinni seinna í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner