Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 17:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi danskur meistari eftir dramatíska lokaumferð
Mynd: Getty Images

Midtylland er danskur meistari eftir dramatíska lokaumferð í dag.


Bröndby og Midtjylland voru jöfn að stigum fyrir umferðina og þurfti Midtjylland að treysta á að Bröndby myndi tapa stigum.

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í byrjunarliði Midtjylland sem var í ansi vondri stöðu í hálfleik þar sem liðið var að tapa 2-0 gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Silkeborg og á sama tíma var 1-1 hjá Bröndby gegn AGF.

Midtjylland kom hins vegar af ótrúlegum krafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla. Silkeborg tókst að jafna aftur en þá var AGF komið með 3-2 forystu gegn Bröndby og staðan því enn jákvæð fyrir Midtjylland.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og varð því Midtjylland meistari. Liðið endaði stigi á undan Bröndby. FC Kaupmannahöfn endaði í 3. sæti en Orri Steinn Óskarsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner