Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   mið 26. júní 2019 22:20
Mist Rúnarsdóttir
Sandra Sif: Mikilvægt fyrir sjálfstraustið í liðinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnar að vera aðeins að ströggla þannig að það er mjög gott að fá inn þrjú stig í dag. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur og sjálfstraustið í liðinu,“ sagði Sandra Sif Magnúsdóttir, leikmaður Augnabliks, eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  0 Afturelding

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Afturelding sótti meira í þeim seinni.

„Við vorum mikið í vörn og að hreinsa í seinni hálfleik þannig að þetta var erfitt,“ sagði Sandra Sif sem hafði þó alltaf trú á að liðið sitt myndi klára leikinn.

„Stundum fær maður ákveðna tilfinningu en ég fékk það aldrei á tilfinninguna að þær væru að fara að skora. Ég hafði fulla trú á þessu allan tímann“

Sterkur sigur hjá Augnablik eftir að hafa tapað þremur deildarleikjum í röð.

„Við erum með fimm leikmenn sem eru ekki að spila í dag, meiddar eða fjarverandi, þannig að það er mjög sterkt að fá þrjú stig núna,“ sagði Sandra Sif og hrósaði ungum liðsfélögum sínum.

Nánar er rætt við Söndru Sif í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner