Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Annað mark Þorleifs í MLS-deildinni - Óttar skoraði í sigri Oakland
Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrir Houston Dynamo í nótt
Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrir Houston Dynamo í nótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús er markahæstur í USL-deildinni með ellefu mörk
Óttar Magnús er markahæstur í USL-deildinni með ellefu mörk
Mynd: Oakland Roots
Þorleifur Úlfarsson skoraði annað mark sitt í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt í 2-0 sigri Houston Dynamo á Chicago Fire.

Houston Dynamo valdi Þorleif í nýliðavali deildarinnar og hefur hann spilað sextán leiki á þessu tímabili.

Hann gerði fyrsta mark sitt í 3-0 sigri á Los Angeles Galaxy fyrir mánuði síðan og í nótt kom annað markið.

Houston sótti upp hægra megin og kom boltinn fyrir á Þorleif sem fór upp í skallaeinvígi. Boltinn datt svo aftur fyrir hann og skaut hann boltanum í varnarmann og yfir markvörð Chicago Fire og í netið. Þorleifur fór af velli á 87. mínútu leiksins en Houston er eftir sigurinn í 8. sæti Vestur-deildarinnar með 21 stig.

Róbert Orri Þorkelsson kom inná sem varamaður undir lok leiks er Montreal vann Charlotte, 2-1. Montreal er í 2. sæti Austur-deildarinnar með 26 stig.

Óttar Magnús Karlsson gerði annað mark Oakland Roots í 3-1 sigri á varaliði Atlanta United í USL-deildinni. Mark hans kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en honum var síðan skipt af velli á 82. mínútu. Óttar er áfram markahæstur í deildinni með ellefu mörk. Oakland er í 9. sæti Vestur-deildarinnar með 24 stig.




Athugasemdir
banner
banner
banner