Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa horfði á 90 leiki en fær svo ekki starfið
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: EPA
Marcelo Bielsa talaði um það á fréttamannafundi á dögunum að hann væri búinn að horfa á um 90 leiki með Athletic Bilbao frá síðustu leiktíð, bæði hjá aðalliðinu og akademíunni.

Því miður mun það líklega ekki gagnast honum mikið.

Inaki Arechabaleta, forsetaframbjóðandi Bilbao, hafði lofað því að ráða Bielsa starfa ef hann yrði kjörinn forseti félagsins en annað kom á daginn.

Jon Uriarte fékk 46 prósent atkvæða og vann kosningarnar. Hann ætlar ekki að ráða Bielsa, heldur Ernesto Valverde.

Valverde er með flotta ferilskrá, en hann stýrði síðast Barcelona. Hann hefur tvisvar áður á sínum ferli stýrt Bilbao og þekkir hann mjög vel til félagsins.

Sjá einnig:
Bielsa búinn að horfa á 90 leiki frá síðasta tímabili
Athugasemdir
banner
banner