Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Búinn að bíða eftir að fá Frederik í deildina - „Hann var stórkostlegur"
Frederik Schram
Frederik Schram
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frederik Schram skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við Val en hann kemur frá danska liðinu Lyngby.

Valsarar kynntu Frederik á föstudag en hann er að spila í fyrsta sinn fyrir íslenskt félag.

Frederik er uppalinn í Danmörku en móðir hans er íslensk. Hann lék fyrir öll yngri landslið Íslands og á þá fimm landsleiki fyrir A-landsliðið.

Hann kemur nú til með að berjast við Guy Smit um markvarðarstöðuna en Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu um Frederik í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

Elvar sá Frederik í lokaleik Lyngby í dönsku B-deildinni í síðasta mánuði og var heillaður af frammistöðu hans.

„Þetta þróaðist þannig. Hann meiddist í upphafi tímabils þá styrkti Lyngby sig rétt fyrir mót með því að fá tvo markverði og Frederik endaði sem þriðji markvörður."

„Hann spilaði einn deildarleik og ég sá einmitt þann leik. Hann var stórkostlegur og þvílíkar vörslur sem hann tók. Maður var ný búinn að horfa á úrslitaleik Meistaradeildarinnar og maður hugsaði bara um Courtois. Hann var bilað góður í þeim leik og ef við miðum við þann leik þá er hann að fara verða helvíti góður fyrir Val,"
sagði Elvar.

Tómas Þór hefur beðið í mörg ár eftir því að fá Frederik í íslensku deildina.

„Ég er rosalega ánægður og búinn að bíða í mörg ár eftir að fá hann í deildina. Fer ekki Guy bara aftur heim? Er þá Svenni Siggi aftur orðinn þriðji markvörður?." sagði og spurði Tómas.

Sigurður Sveinn Jóhannesson hefur verið varamarkvörður fyrir Guy en ekki nýtt tækifærið nægilega vel.

„Hann hefur ekki alveg komið nægilega sterkur inn þegar hann hefur þurft að stökkva inn, það verður bara að segjast," sagði Elvar ennfremur.

Elvar greindi þá frá því að Valur væri að borga tvær milljónir fyrir Frederik.
Útvarpsþátturinn - Euro-Vikes, Besta liðið og Lengjudeildin
Athugasemdir
banner