Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 26. júní 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James dreymir um að snúa aftur til Evrópu
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn James Rodriguez er líklega á förum frá Al-Rayyan í Katar eftir eitt tímabil hjá félaginu.

Botafogo í Brasilíu vill bæta leikmanninum í sínar raðir, en James er ekkert sérlega spenntur fyrir þeirri hugmynd.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að James eigi sér þann draum að snúa aftur til Evrópu. Hann lék áður fyrr með Porto, Mónakó, Real Madrid og Everton.

James er orðinn þrítugur og það er spurning hvort eitthvað félag í Evrópu sé tilbúið að taka þann stóra launapakka sem hann er á eftir.

Hann er með tilboð á borðinu frá Botafogo eins og er, en Kólumbíumaðurinn telur sig enn geta spilað á hæsta stigi í Evrópu og þar liggur metnaðurinn eftir eitt ár í Katar, ár sem hefur líklega hjálpað honum nokkuð peningalega séð.
Athugasemdir
banner
banner
banner