Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 26. júní 2022 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Jafnt á Víkingsvelli
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Víkingur R. 1 - 1 Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
1-0 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('9)
1-1 Linli Tu ('17)


Hafdís Bára Höskuldsdóttir kom Víkingi R. yfir snemma leiks gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F. í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna.

Linli Tu jafnaði leikinn skömmu síðar og var staðan jöfn út fyrri hálfleik.

Víkingur var betra liðið á Víkingsvelli en Austfirðingar fengu einnig sín færi. Boltinn vildi þó ekki rata í netið og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Liðin eru rétt á eftir toppliðum deildarinnar eftir stigið sem hlaust í dag. Víkingur í fjórða sæti með 16 stig og Austfirðingar með 15 stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner