Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2022 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Hacken aftur á toppinn
Mynd: Guðmundur Svansson

Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði fyrri hálfleikinn í hægri bakvarðarstöðunni hjá Häcken sem heimsótti Hammarby í sænska boltanum í dag.


Staðan var markalaus þegar Valgeiri var skipt af velli og lagði varamaðurinn sem kom inn fyrir hann, Tomas Totland, fyrsta mark leiksins upp.

Häcken komst í tveggja marka forystu en missti hana niður á lokakaflanum og urðu lokatölur 2-2. Hacken er því komið aftur á topp efstu deildar í Svíþjóð og kemur Hammarby þremur stigum eftirá í fjórða sæti. 

Jón Guðni Fjóluson var ekki í hópi hjá Hammarby vegna meiðsla.

Þá lék Ari Freyr Skúlason allan leikinn í jafntefli hjá Norrköping gegn Mjällby.

Norrköping tók forystuna í seinni hálfleik en heimamenn jöfnuðu og eru bæði lið um miðja deild. Norrköping er með 15 stig eftir 11 umferðir.

Hammarby 2 - 2 Häcken
0-1 A. Jeremejeff ('58)
0-2 Rygaard Jensen ('61)
1-2 B. Trawally ('82)
2-2 B. Paulsen ('88)

Mjällby 1 - 1 Norrköping
0-1 D. EId ('67)
1-1 S. Nwankwo ('78)


Athugasemdir
banner
banner