Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír orðaðir við Chelsea - Bayern svarar ekki í símann
Powerade
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Neymar er í umræðunni. Hann er orðaður við Juventus.
Neymar er í umræðunni. Hann er orðaður við Juventus.
Mynd: EPA
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: EPA
Ronaldo er orðaður við gamalt félag.
Ronaldo er orðaður við gamalt félag.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum sunnudegi. Það eru ýmsar sögur í gangi á leikmannamarkaðnum.

Chelsea er opið fyrir því að nota Timo Werner (26) sem hluta af kaupverðinu fyrir Matthijs de Ligt (22), varnarmann Juventus. (Sky Sports)

Cristiano Ronaldo (37) gæti verið á leið heim til Portúgal. Hans gamla félag, Sporting Lissabon, hefur áhuga á því að fá hann aftur. (Sun)

Man Utd telur sig vera í góðum málum varðandi það að fá miðjumanninn Frenkie de Jong (25) frá Barcelona. Kaupverðið verður í kringum 69 milljón punda. (Goal)

Porto býst við því að Liverpool muni auka áhuga sinn á kantmanninum Otavio (27) í þessari viku. Porto hafnaði fyrir stuttu 26 milljón punda tilboði frá Leeds í leikmanninn. (Mirror)

Arsenal mun núna leggja meiri kraft í það að landa kantmanninum Raphinha (25) frá Leeds. Arsenal er líklegasta liðið til að landa honum. (The Athletic)

Juventus hefur hafið viðræður við Paris Saint-Germain um kaup á stórstjörnunni Neymar (30). Chelsea hefur líka sýnt honum áhuga. (AS)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er búinn að heyra í kantmanninum Raheem Sterling (27). Chelsea mun mögulega kaupa leikmanninn frá Manchester City. (Telegraph)

Chelsea vill fá Sterling sem og franska kantmanninn Ousmane Dembele (25) sem er fáanlegur á frjálsri sölu frá Barcelona. Chelsea gæti eytt meira en 150 milljónum punda í sumar. (Mail)

Nottingham Forest, sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru að nálgast kaup á bakverðinum Neco Williams (21) frá Liverpool fyrir 15 milljónir punda og miðjumanninum Morgan Gibbs-White (22) fyrir 20 milljónir punda. (Sun)

Everton og Tottenham eru enn að ræða saman um möguleg félagaskipti miðjumannsins Harry Winks (26). (Sky Sports)

Enski kantmaðurinn Malcolm Ebiowei (18) hafnaði Manchester United fyrir Crystal Palace. (Sun)

Djed Spence (21) hefur beðið um sölu frá Middlesbrough, en Tottenham er að reyna að kaupa hann. (football.london)

Leeds United er að undirbúa 26 milljón punda tilboð í Charles de Ketelaere (21), framherja Club Brugge í Belgíu. (Mail)

Bayern München er ekki að taka við símtölum frá Barcelona varðandi markamaskínuna Robert Lewandowski (33). Bayern vonast til að halda Lewandowski þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi opinberlega talað um að fara. (Sport)

Varnarmaðurinn Samuel Umtiti (28) mun yfirgefa herbúðir Barcelona í sumar. Girona og nokkur félög á Ítalíu eru áhugasöm. (Ekrem Konur)

Búist er við því að Marco Asensio (26) og Dani Ceballos fari frá Real Madrid í sumar. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner