Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júlí 2021 13:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk gæti snúið aftur á fimmtudaginn
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Virgil van Dijk gæti snúið aftur í lið Liverpool í æfingaleik við Hertha Berlín á fimmtudaginn.

Van Dijk missti af stærstum hluta síðustu leiktíðar vegna erfiðra meiðsla.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði um síðustu helgi að hann væri ekki að gera ráð fyrir Van Dijk, eða Joe Gomez, í leikinn gegn Hertha en núna segir hann að Van Dijk geti mögulega spilað, og að það styttist í Gomez.

„Ég vona að Virgil geti spilað nokkrar mínútur," sagði Klopp um stöðu mála.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Liverpool enda er Van Dijk besti miðvörður heims þegar hann er heill heilsu.
Athugasemdir
banner
banner
banner