Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. júlí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur fer til Wales
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag og hefst veislan í Wales þar sem Víkingur R. heimsækir The New Saints í forkeppni Sabandsdeildarinnar.


Víkingur vann fyrri leik liðanna 2-0 í Víkinni og á góða möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Þar myndu Víkingar þó mæta ógnarsterku liði Lech Poznan frá Póllandi.

Þá eru þrír leikir á dagskrá í Lengjudeild karla þar sem Fjölnir og Fylkir eigast við í nágrannaslag og mikilvægum toppbaráttuleik. Fylkismenn eru í öðru sæti með 27 stig á meðan Fjölnir er í þriðja sæti með 23 stig.

Selfoss og Afturelding eigast einnig við á meðan KV tekur á móti Kórdrengjum. Vesturbæingar þurfa sigur þar sem þeir eru aðeins komnir með 7 stig í 13 leikjum og stefna beinustu leið niður um deild.

Í Lengjudeild kvenna eru tveir leikir á dagskrá og einn sérstaklega spennandi þar sem HK tekur á móti Tindastóli í toppbaráttunni.

Að lokum eru fimm leikir í fjórðu deildinni, þrír í C-riðli og tveir í E-riðli.

Sambandsdeild UEFA
17:15 The New Saints FC-Víkingur R. (Park Hall, Oswestry)

Lengjudeild karla
18:30 Fjölnir-Fylkir (Extra völlurinn)
19:15 Selfoss-Afturelding (JÁVERK-völlurinn)
19:15 KV-Kórdrengir (KR-völlur)

Lengjudeild kvenna
19:15 Grindavík-Víkingur R. (Grindavíkurvöllur)
19:15 HK-Tindastóll (Kórinn)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Berserkir/Mídas-Álftanes (Víkingsvöllur)
20:00 KB-KM (Domusnovavöllurinn)
20:00 Uppsveitir-Hafnir (X-Mist völlurinn)

4. deild karla - E-riðill
18:00 Spyrnir-Máni (Fellavöllur)
19:30 Einherji-Boltaf. Norðfj. (Vopnafjarðarvöllur)


Athugasemdir
banner
banner