Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungstirnið Tel til Bayern (Staðfest)
Mynd: Bayern
Bayern Munchen hefur krækt í hinn sautján ára gamla Mathys Tel frá Rennes. Bayern greiðir ríflega 24 milljónir punda fyrir Tel samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi.

Tel er U18 ára landsliðsmaður Frakklands og er hann yngsti leikmaður til að spila fyrir Rennes í sögu félagsins. Hann lék sinn fyrsta leik þegar hann var sextán ára og 110 daga gamall.

Hann sló þar met Eduardo Camavinga sem gekk síðasta sumar í raðir Real Madrid.

„Bayern er eitt besta lið heims. Ég er mjög spenntur að takast á við þessa stóru áskorun og ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið," sagði Tel í viðtali sem birt var á heimasíðu Bayern.

Tel lék alls tíu leiki með Rennes í öllum keppnum í vetur en tókst ekki að skora.

Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17-U18 landslið Frakklands og hefur skorað í þeim tíu mörk.
Athugasemdir
banner
banner