Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 16:22
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Mér fannst þetta fínt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, var ekki ósáttur með spilamennsku sinna leikmanna þegar liðið tapaði 1-3 gegn Þrótti í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

„Mér fannst þetta fínt. Leikurinn var fínn. Við gefum tvö aulamörk en töpum þessu, svona er þetta," sagði Alli beint eftir leik.

„Mörkin telja í þessu og við gefum tvö mörk á síðustu þremur mínútunum í fyrri hálfleik og erum 0-3 undir. Við reynum bara að halda áfram. Það var ekkert hægt að hrauna yfir þær í hálfleik, heldur frekar að reyna að læra af þessum mistökum og fókusa á seinni hálfleikinn."

„Við komum út og við reyndum að gera okkar allra besta til þess að komast inn í leikinn aftur en það gekk ekki."

Í landsleikjapásunni kvöddu Selfyssingar bæði Hólmfríði Magnúsdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur.

„Við eigum ekkert að vera að gráta það að það fari einn og einn leikmaður. Þessar stelpur sem eru að koma inn í liðið eru búnar að æfa af sér rassgatið síðan um jólin og ef þær ætla að gráta yfir því að leikmenn séu að fara og þær fái sénsinn þá eru þær ekki í réttu liði."

Selfoss er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem liðið mætir Breiðablik í byrjun nóvember. Alfreð segir að liðið sé ekki að bíða bara eftir þeim leik.

„Nei, það getur allt farið í skrúfuna ef við töpum þeim leikjum sem eru eftir, þá erum við bara fallin," sagði Alfreð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner