Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 26. september 2020 16:50
Hilmar Jökull Stefánsson
Gunni Guðmunds: Æða út úr stöðum
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar.
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var að vonum svekktur Gunnar Guðmundsson sem heilsaði fréttaritara Fótbolta.net eftir 0-3 tap Þróttar Reykjavík gegn ÍBV en Gunni, sem er þjálfari Þróttar, var ekki sáttur að heyra að hans menn væru nú jafnir Leikni Fáskrúðsfirði að stigum og markatölu og taldi sitt lið hafa kastað leiknum frá sér eftir að lenda 0-1 undir.

„Það sem að veldur mér smá vonbrigðum er að þótt við lendum 1-0 undir þá bregðumst við ekki nógu skynsamlega við því og menn fóru að æða út úr stöðum og opna sig allt of mikið. Auðvitað nýttu Eyjamenn sér það, gengu á lagið og skoruðu þessi tvö mörk sem að var algjör óþarfi. Við lögðum þetta svolítið upp í hendurnar á Eyjamönnum og gerðum þetta ekki skynsamlega í lokin. Að öðru leyti fannst mér fyrri hálfleikurinn spilast vel, við vorum að skapa okkur fín færi og koma okkur í góðar stöður. Bara óheppnir að skora ekki, auðvitað fengu Eyjamenn líka sín færi. Bara svekktur með að við skildum gefa þetta svona auðveldlega frá okkur í lokin.“

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 ÍBV

Þróttarar voru góðir í fyrri hálfleik, skapa sér tvö dauðafæri og nokkrar álitlegar stöður. Er ekki slæmt að horfa á liðið svona í seinni hálfleik eftir góða frammistöðu í þeim fyrri?

„Mér fannst við bara spila óskynsamlega í seinni hálfleiknum. Þeir pressuðu okkur hátt upp og við vorum að spila þetta upp í hendurnar á þeim í staðinn fyrir að færa liðið upp og sparka boltanum upp þá vorum við að koma þeim í góðar stöður og gerðum sjálfum okkur þetta erfitt fyrir. Sendingar og annað voru ekki góðar í seinni hálfleiknum þannig að það var ýmislegt sem að klikkaði en fyrst og fremst það að við vorum að gefa hlutina of auðveldlega frá okkur. Ég ætla ekki að taka neitt af Eyjamönnum, þeir eru með hörkulið og eru í baráttu um að fara upp líka. Við gefum þetta frá okkur alltof auðveldlega í dag.“

Guðmundur Friðriksson var á leikskýrslu fyrir leik og Daði Bergsson meiðist í byrjun leiks. Dion er tognaður og Birkir Þór fer út af í hálfleik. Gunni hefur þurft að breyta liðinu ansi mikið vegna þessa meiðsla og sést það best á því að allir varamennirnir komu við sögu í dag nema varamarkmaðurinn.

„Auðvitað er það ekki heppilegt en það kemur maður í manns stað. Gummi fann fyrir í náranum fyrir leikinn en fann ekki fyrir því í gær, taldi sig vera kláran. Svona bara gerist og er óheppilegt og það er slæmt með Daða líka. Ég vona að þetta sé ekki slæmt og þeir komi fljótt til baka en við tæklum það bara og það kemur maður í manns stað. Menn þurfa bara að þétta raðirnar og standa saman í þessu.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner