Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 26. september 2020 16:50
Hilmar Jökull Stefánsson
Gunni Guðmunds: Æða út úr stöðum
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar.
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var að vonum svekktur Gunnar Guðmundsson sem heilsaði fréttaritara Fótbolta.net eftir 0-3 tap Þróttar Reykjavík gegn ÍBV en Gunni, sem er þjálfari Þróttar, var ekki sáttur að heyra að hans menn væru nú jafnir Leikni Fáskrúðsfirði að stigum og markatölu og taldi sitt lið hafa kastað leiknum frá sér eftir að lenda 0-1 undir.

„Það sem að veldur mér smá vonbrigðum er að þótt við lendum 1-0 undir þá bregðumst við ekki nógu skynsamlega við því og menn fóru að æða út úr stöðum og opna sig allt of mikið. Auðvitað nýttu Eyjamenn sér það, gengu á lagið og skoruðu þessi tvö mörk sem að var algjör óþarfi. Við lögðum þetta svolítið upp í hendurnar á Eyjamönnum og gerðum þetta ekki skynsamlega í lokin. Að öðru leyti fannst mér fyrri hálfleikurinn spilast vel, við vorum að skapa okkur fín færi og koma okkur í góðar stöður. Bara óheppnir að skora ekki, auðvitað fengu Eyjamenn líka sín færi. Bara svekktur með að við skildum gefa þetta svona auðveldlega frá okkur í lokin.“

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 ÍBV

Þróttarar voru góðir í fyrri hálfleik, skapa sér tvö dauðafæri og nokkrar álitlegar stöður. Er ekki slæmt að horfa á liðið svona í seinni hálfleik eftir góða frammistöðu í þeim fyrri?

„Mér fannst við bara spila óskynsamlega í seinni hálfleiknum. Þeir pressuðu okkur hátt upp og við vorum að spila þetta upp í hendurnar á þeim í staðinn fyrir að færa liðið upp og sparka boltanum upp þá vorum við að koma þeim í góðar stöður og gerðum sjálfum okkur þetta erfitt fyrir. Sendingar og annað voru ekki góðar í seinni hálfleiknum þannig að það var ýmislegt sem að klikkaði en fyrst og fremst það að við vorum að gefa hlutina of auðveldlega frá okkur. Ég ætla ekki að taka neitt af Eyjamönnum, þeir eru með hörkulið og eru í baráttu um að fara upp líka. Við gefum þetta frá okkur alltof auðveldlega í dag.“

Guðmundur Friðriksson var á leikskýrslu fyrir leik og Daði Bergsson meiðist í byrjun leiks. Dion er tognaður og Birkir Þór fer út af í hálfleik. Gunni hefur þurft að breyta liðinu ansi mikið vegna þessa meiðsla og sést það best á því að allir varamennirnir komu við sögu í dag nema varamarkmaðurinn.

„Auðvitað er það ekki heppilegt en það kemur maður í manns stað. Gummi fann fyrir í náranum fyrir leikinn en fann ekki fyrir því í gær, taldi sig vera kláran. Svona bara gerist og er óheppilegt og það er slæmt með Daða líka. Ég vona að þetta sé ekki slæmt og þeir komi fljótt til baka en við tæklum það bara og það kemur maður í manns stað. Menn þurfa bara að þétta raðirnar og standa saman í þessu.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner