Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lampard vill fá Rice - PSG vill Rudiger
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Houssem Aouar.
Houssem Aouar.
Mynd: Getty Images
Rice, Rudiger, Skriniar, Kante, Smalling, Kounde, Aouar, Arrizabalaga og fleiri í slúðurpakkanum á laugardegi. BBC tók saman.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill reyna að fá Declan Rice (21), miðjumann West Ham. Ef Chelsea gerir tilboð gæti það leitt til þess að Jorginho færi til Arsenal. (Mirror)

Paris St-Germain hefur áhuga á Antonio Rudiger (27), varnarmanni Chelsea, en bíður eftir því að sjá hvort leikmaðurinn verði fáanlegur á láni eða verði til sölu. (Telegraph)

Tottenham er í viðræðum um kaup á slóvakíska miðverðinum Milan Skriniar (25) hjá Inter en er ekki tilbúið að borga 55 milljóna punda verðmiða ítalska félagsins. (Sun)

Inter mun reyna að fá Chris Smalling (30) frá Manchester United ef Skriniar verður seldur til Tottenham. (Football Italia)

Inter hefur einnig áhuga á að kaupa miðjumanninn N'Golo Kante (28) frá Chelsea. Kante lék undir stjórn Antonio Conte, stjóra Inter. (Gazetto dello Sport)

Sevilla býst við öðru tilboði frá Manchester City í miðvörðinn Jules Kounde (21) og þætti erfitt að hafna um 60 milljóna punda tilboði í Frakkann. (ESPN)

Arsenal hefur gert 32 milljóna punda tilboð í Houssem Aouar (22), miðjumann Lyon. Franska félagið vill fá 54 milljónir punda fyrir leikmanninn. (RMC Sport)

Aouar hefur samþykkt að fara til Arsenal en engin tilboð komu frá Manchester City og Juventus. (Telefoot)

Memphis Depay (26) hjá Lyon er efstur á óskalista Barcelona sem vill styrkja sóknarleikinn sinn. (Mundo Deportivo)

Rhian Brewster (20), leikmaður Liverpool og enska U21 landsliðsins, hefur áhuga á að fara til Sheffield United. Aston Villa og Brighton hafa einnig áhuga á að fá hann. (Sheffield Star)

Leeds United vill fá hollenska miðjumanninn Teun Koopmeiners (22) frá AZ Alkmaar. (Telegraph)

Frank Lampard ætlar að funda með spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga (25) eftir að Edoaurd Mendy (28) var keyptur. (Star)

Hertha Berlín íhugar að gera þýska miðjumanninum Mario Götze (28) tilboð. Þessi fyrrum leikmaður Bayern München og Borussia Dortmund er á frjálsri sölu. (Goal)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segist ekki hafa íhugað að selja brasilíska sóknarmanninn Joelinton (24) í sumar. (Mirror)

Watford hefur áhuga á miðverðinum Dominic Iorfa (25) hjá Sheffield Wednesday. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner