Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 26. september 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ruben Dias færist nær Manchester City
Manchester City virðist vera að ganga frá kaupum á portúgalska miðverðinum Ruben Dias.

Það gekk ekki að ná samkomulagi við Napoli um kaup á Kalidou Koulibaly. City setti sig þá í samband við Sevilla og bauð 55 milljónir evra í franska miðvörðinn Jules Kounde. Því tilboði var hafnað.

Þess vegna er City núna að leita til Portúgals, nánar tiltekið til Benfica í miðvarðarleit sinni.

City virðist vera að kaupa hann á 55 milljónir evra. Nicolas Otamendi mun þá líklega fara til Benfica í staðinn.

Hinn 23 ára gamli Dias var fyrirliði Benfica í kvöld og skoraði í sigri á Moreirense í portúgölsku úrvalsdeildinni. Eftir leikinn sagði hann: „Þetta er sérstakt augnablik fyrir mig og ég held að allir viti af hverju."

Fabrizio Romano, sem veit svo gott sem allt þegar kemur að félagskiptamarkaðnum, sagði í kvöld á Twitter að Dias sé að færast nær Manchester City.


Athugasemdir
banner