Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Heppnir að Jose var ekki hérna til að mæla mörkin
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var ánægður með mikinn heppnissigur Manchester United gegn Brighton í dag.

Brighton var betri aðilinn stærsta hluta leiksins og náði að jafna á 95. mínútu til að gera stöðuna 2-2. Rauðu djöflarnir fengu þó vítaspyrnu tviemur mínútum síðar og gerði Bruno Fernandes sigurmarkið á 100. mínútu, þó að aðeins fimm mínútum hafði verið bætt við.

„Við vorum heppnir í dag. Við áttum kannski skilið eitt stig en ekki meira en það. Við sýndum sterkan karakter og það bjargaði okkur," sagði Solskjær að leikslokum.

„Það er mjög erfitt að spila gegn Brighton, við vorum ekki með orkuna í dag en við erum að nálgast réttan stað. Líkamsástand leikmanna er að skána hratt."

Brighton skaut fimm sinnum í tréverkið í leiknum og grínaðist Solskjær með það að leikslokum. Þar vitnaði hann í skemmtilegt atvik þegar Jose Mourinho þjálfari Tottenham tók eftir að mörkin voru alltof lítil fyrir útileik Tottenham gegn Shkendija í Makedóníu í vikunni.

„Við erum heppnir að Jose var ekki hérna til að mæla stærð markanna."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner