Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 26. september 2021 11:25
Sverrir Örn Einarsson
Júlíus Magnússon: Þetta er eiginlega ólýsanlegt
Júlíus Magnússon
Júlíus Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu ennþá. Þetta er eiginlega ólýsanlegt og ér bara orðlaus. Bara þakklátur en ég er í einhverju móki ennþá.“
Sagði Júlíus Magnússon við fréttaritara Fótbolta.net í miðjum fagnaðarlátum Víkinga í gær aðspurður um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í gær og byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti. Voru Arnar og gömlu mennirnir í liðinu búnir að setja tóninn í vikunni og halda spennustiginu réttu fyrir liðið?

„Algjörlega, öll vikan er búin að vera tunnelvision og fókus hjá öllum og bara byggja upp spennuna. Ekki of mikið stress hjá mönnum. Við vorum svo rólegir og spiluðum boltanum og bara fullkomin frammistaða.“

Fréttaritari spurði svo Júlíus hvort það hefði verið einhver gulrót fyrir hann að ná að tryggja titilinn gegn Leikni þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil sem barn en hann skipti yfir í Víking 14 ára gamall árið 2012.

„Já það er extra sætt. Leiknismenn eru samt búnir að vera geggjaðir í sumar sáum það í fyrri leiknum þar sem þeir voru að valda okkur veseni og unnu okkur. Þannig að þetta var alls ekki gefins leikur þeir voru bara hörkugóðir sem sást í seinni hálfleik.


Sagði Júlíus en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner