Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 26. september 2021 11:25
Sverrir Örn Einarsson
Júlíus Magnússon: Þetta er eiginlega ólýsanlegt
Júlíus Magnússon
Júlíus Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu ennþá. Þetta er eiginlega ólýsanlegt og ér bara orðlaus. Bara þakklátur en ég er í einhverju móki ennþá.“
Sagði Júlíus Magnússon við fréttaritara Fótbolta.net í miðjum fagnaðarlátum Víkinga í gær aðspurður um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í gær og byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti. Voru Arnar og gömlu mennirnir í liðinu búnir að setja tóninn í vikunni og halda spennustiginu réttu fyrir liðið?

„Algjörlega, öll vikan er búin að vera tunnelvision og fókus hjá öllum og bara byggja upp spennuna. Ekki of mikið stress hjá mönnum. Við vorum svo rólegir og spiluðum boltanum og bara fullkomin frammistaða.“

Fréttaritari spurði svo Júlíus hvort það hefði verið einhver gulrót fyrir hann að ná að tryggja titilinn gegn Leikni þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil sem barn en hann skipti yfir í Víking 14 ára gamall árið 2012.

„Já það er extra sætt. Leiknismenn eru samt búnir að vera geggjaðir í sumar sáum það í fyrri leiknum þar sem þeir voru að valda okkur veseni og unnu okkur. Þannig að þetta var alls ekki gefins leikur þeir voru bara hörkugóðir sem sást í seinni hálfleik.


Sagði Júlíus en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner