Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 26. september 2021 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Hvað var hann að spá?
Það er hreint út sagt með ólíkindum að Jay-Roy Grot, leikmaður Viborg, hafi fengið að klára leikinn gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hans Christian Bernat, markvörður OB, varði gott skot frá Grot á 74. mínútu. Boltinn fór upp í loftið og tókst Bernat að handsama knöttinn.

Grot taldi sig geta náð til knattarins en það var alltof seint og tók hann einhverskonar karatespark í markvörðinn.

Hann uppskar aðeins gult spjald fyrir þetta uppátæki en dæmi nú hver fyrir sig.

Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir