Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 26. september 2021 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nasri leggur skóna á hilluna - 18 mánaða bann hafði áhrif
hinn 34 ára gamli Samir Nasri fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City hefur lagt skóna á hilluna.

Nasri lék síðast með belgíska félaginu Anderlecht en yfirgaf félagið árið 2020 þegar Kórónavírusinn fór að hafa áhrif á fótboltann þar í landi. Hann lék þar með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Man City, Vincent Kompany.

Hann segir í viðtali við Le Journal du Dimanche18 mánaða keppnis bann sem hann fékk árið 2018 hafi dregið úr áhuga hans á fótbolta og hafi því verið ein aðal ástæðan fyrir því að hann lagði skóna á hilluna.

„Bannið hafði slæm áhrif á mig og breytti sambandinu mínu við fótbolta. Mér fannst það ósanngjarnt þar sem ég tók engin lyf. Þetta var bara sprauta af vítamínum því ég var veikur," sagði Nasri.
Athugasemdir